Academia.eduAcademia.edu

Outline

Procedure and assessment of cumulative environmental effects

2011, Icelandic Review of Politics & Administration

https://doi.org/10.13177/IRPA.A.2011.7.2.15

Abstract

sérfraeðingur við lagadeild HR og Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, aðjúnkt við taekniog verkfraeðideild HR. Útdráttur Í greininni er fjallað um ákvaeði um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Meginmarkmið ákvaeðisins er að upplýsa um heildaráhrif framkvaemda á umhverfið áður en ákvarðanir um þaer eru teknar. Vegna álitaefna sem upp hafa komið í tengslum við framkvaemd ákvaeðisins er í greininni leitast við að skýra tilurð þess og efni með hliðsjón af lögskýringargögnum, framkvaemd þess og reglum tilskipunar 85/337/EBE eins og hún hefur verið tekin upp í EES-samninginn. Í greininni er komist að þeirri niðurstöðu að skilyrði fyrir beitingu ákvaeðisins hafi skýrst í framkvaemd. Framkvaemdin veki jafnframt spurningar um hvort ná megi markmiðum ákvaeðisins jafn vel, með einfaldari leiðum sem samraemast tilskipun 85/337/EBE eins og hún hefur verið skýrð af framkvaemdastjórn Evrópusambandsins.

References (44)

  1. Sjá t.d. Bakkamálið þar sem fram koma sjónarmið um hvenaer framkvaemdir teljast á sama svaeði.
  2. Í þessu ljósi er athygli vert að umhverfisráðuneytið tók afstöðu til meðalhófsreglunnar í ákvörðun um Helguvíkurmálið þótt skilyrði fyrir ákvörðun um sameiginlegt mat, þ.e. að slíkt mat fari fram áður en matsáaetlun er samþykkt, hafi ekki ekki verið uppfyllt.
  3. Sjá t.d. úrskurð umhverfisráðuneytisins í Helguvík þar sem sérstaklega er vikið að því að í frummatsskýrslum einstakra framkvaemda samkvaemt 2. mgr. 9. gr. beri að gera grein fyrir sammögnunaráhrifum þeirra með öðrum framkvaemdum (umhverfisráðuneyti 2008a).
  4. 2. mgr. aðfararorða tilskipunar 85/377. Tilskipun 85/337 byggir á 100. gr. stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu (nú 115. gr. sáttmálans um starfshaetti Evrópusambandsins) en tilskipun 97/11/EB vísar til s-liðar, 1. mgr. 130. gr. stofnsáttmála Evrópubandalagsins eins og hann þá stóð (nú 192. gr. sáttmálans um starfshaetti Evrópusambandsins).
  5. Sjá t.d. 1., 3. og 11. mgr. aðfararorða tilskipunar 85/337 og 1. og 2. mgr. aðfararorða tilskipunar 97/11, sbr. einnig 1. mgr. 2. gr. tilskipunar 85/337.
  6. Það á við um túlkun þessarar tilskipunar eins og almennt um túlkun réttargerða Evrópusambandsins að markmiðs-og áhrifsskýring vega þungt við lögskýringu.
  7. Sjá t.d. nýlegan dóm Evrópudómstólsins í máli C-50/2009 Framkvaemdastjórnin gegn Írlandi, 3. mars 2011j, mgr. 72-76. Er dómurinn í samraemi við fyrri dóma hans, sbr. t.d. C-392/96
  8. Framkvaemdastjórnin gegn Írlandi, [1999] ECR I-5901, mgr. 80 og C-287/98 Linster, [2000] ECR I-6917, mgr. 49 og 52.
  9. Sjá 7. mgr. 5. gr. Federal Act on Environmental Impact Assessment, 2000, www.ris.bka.gv.at/Dokumente/Erv/ERV_1993_697/ERV_1993_697.pdf. Samkvaemt óformlegum upplýsingum frá hinu lögbaera stjórnvaldi í Austurríki hefur henni sjaldan eða aldrei verið beitt.
  10. Bréfið felur í sér nánari skýringar á túlkun framkvaemdastjórnarinnar sem fram koma í leiðbeiningarreglum hennar (European Commission 1999, 76-77) og í bréfaskiptum hennar við einstök ríki sem lýst er t.d. í Glasson, Therivel og Chadwick 2005, 241-244,
  11. Þýðing höfunda á "integral part" og "inextricably linked" sem framkvaemdastjórnin virðist nota í sömu merkingu. Enda þótt skilyrði þess að framkvaemdir teljist "háðar" samkvaemt leiðbeiningum framkvaemdastjórnarinnar séu ekki í öllum atriðum þau sömu og byggt er á við mat á því hvort framkvaemdir séu háðar hvor annarri skv. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 106/2000 eru líkindin svo mikil, eins og nánar er skýrt hér á eftir, að rétt þykir til einföldunar að nota hér sama orðið.
  12. Undir hugtakið grunnvirkjaframkvaemd falla t.d. iðnaðarframkvaemdir, vegagerð, vatnsstíflur, vinnsla grunnvatns, sbr. 10. tölul. viðauka II við tilskipun 85/337.
  13. Hér er vísað til virkjana í Bjarnarflagi, Kröflu II og á Þeistareykjum, en sú síðastnefnda er í matsskýrslunni sögð allt að 200 MW, en hafði áður í tillögu að matsáaetlun verið áformuð allt að 150 MW.
  14. Í samraemi við ákvaeði reglugerðarinnar kemur fram í leiðbeiningariti Skipulagsstofnunar um framkvaemd mats á umhverfisáhrifum að, eftir því sem við eigi, skuli við mat á umhverfisáhrifum tilgreindar "afleiddar framkvaemdir og starfsemi sem teljast hluti hinnar matsskyldu framkvaemdar s.s. efnistaka, vatnsöflun, raforkuöflun o.s.frv." (Auður Ýr Sveinsdóttir o.fl. 2005, 20). Þá segir að eftir því sem við eigi, skuli gera grein fyrir "hvort og þá hvaða framkvaemdir eru fyrirhugaðar á sama svaeði þ.e. framkvaemdum sem tengjast þeirri framkvaemd sem verið er að meta þar sem það á við, s.s. vegum, veitum og hafnarmannvirkjum" (sama heimild, 21).
  15. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað á fundi sínum 20. maí 2008 að haetta undirbúningi Bitruvirkjunar á Ölkelduhálsi og fresta öllum frekari framkvaemdum á svaeðinu (Orkuveita Reykjavíkur 2008). Þetta var gert í kjölfar álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. Heimildir Alcoa (2008). Álver Alcoa á Bakka við Húsavík í Norðurþingi. Ársframleiðslugeta allt að 346.000 tonn. Mat á umhverfisáhrifum. Tillaga að matsáaetlun. Alcoa og HRV Engineering, október 2008.
  16. Alcoa (2010). Álver Alcoa á Bakka við Húsavík í Norðurþingi. Ársframleiðslugeta allt að 346.000 tonn. Matsskýrsla. Alcoa og HRV Engineering, september 2010.
  17. Alcoa o.fl. (2009). Álver á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjun, Kröfluvirkjun II og háspennulínur frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík. Sveitarfélög: Skútustaðahreppur, Þingeyjarsveit og Norðurþing. Sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum Tillaga að matsáaetlun. Alcoa, Landsnet, Landsvirkjun, Þeistareykir og Mannvit, september 2009.
  18. Alcoa o.fl. (2010). Sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar II og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík. Sveitarfélög: Skútustaðahreppur, Þingeyjarsveit og Norðurþing. Matsskýrsla. Alcoa, Landsnet, Landsvirkjun, Þeistareykir og Mannvit, október 2010.
  19. Auður Ýr Sveinsdóttir o.fl. (2005). Leiðbeiningar um mat á umhverfisáhrifum. Reykjavík: Skipulagsstofnun.
  20. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir o.fl. (2005). Leiðbeiningar um flokkun umhverfisþátta, viðmið, einkenni og vaegi umhverfisáhrifa. Reykjavík: Skipulagsstofnun.
  21. Connelly, R. (2011). "Canadian and international EIA frameworks as they apply to cumulative effects". Environmental Impact Assessment Review 31(5): 453-456.
  22. European Commission (1999). Guidelines for the Assessment of Indirect and Cumulative Impacts as well as Impact Interactions. Luxembourg: Officer for Official Publications of the European Communities. European Commission (2011). Interpretation line suggested by the Commission as regards the application of Directive 85/337/EEC, as amended, to associated/ancillary works. Letter from EC DG Environment to all members of the group of EIA/SEA national experts, 25. mars 2011. ENV.A.3/SA/sb Ares(2011)33433. Óbirt.
  23. Glasson, J., Therivel, R. og Chadwick, A. (2005). Introduction to Environmental Impact Assessment, 3 rd ed. Routledge.
  24. Norðurál (2006). Álver við Helguvík. Ársframleiðsla allt að 250.000 t. Mat á umhverfisáhrifum. Tillaga að matsáaetlun. Norðurál Century Aluminum og HRV Engineering, 24. mars 2006.
  25. Norðurál (2007). Álver við Helguvík. Ársframleiðsla allt að 250.000 t. Matsskýrsla. Norðurál Century Aluminum og HRV Engineering, ágúst 2007.
  26. Orkuveita Reykjavíkur (2008). Fundargerð stjórnarfundar Orkuveitu Reykjavíkur 20. maí 2008. Skipulagsstofnun (2006). Álver við Helguvík, ársframleiðsla allt að 250.000 tonn, Reykjanesbae og Sveitarfélaginu Garði. Ákvörðun um tillögu að matsáaetlun. 8. júní 2006.
  27. Skipulagsstofnun (2007). Álver í Helguvík, ársframleiðsla allt að 250.000. Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum. 4. október 2007.
  28. Skipulagsstofnun (2008a). Álver á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjun, staekkun Kröfluvirkjunar og háspennulínur frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur. Ákvörðun Skipulagsstofnunar (um sameiginlegt mat). 13. febrúar 2008.
  29. Skipulagsstofnun (2008b). Sameiginlegt mat álvers á Bakka, Þeistraeykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar II og há - spennulína frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur. Minnisblað til framkvaemdaraðila 14. ágúst 2008.
  30. Skipulagsstofnun (2008c). Álver á Bakka við Húsavík, Norðurþingi. Ákvörðun um tillögu að matsáaetlun. 27. nóvember 2008.
  31. Skipulagsstofnun (2008d). Borun rannsóknarhola við Kröflu, í Gjástykki og á Þeistareykjum. Þrjár ákvarðanir Skipulagsstofnunar um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum við tengdar framkvaemdir. 18. desember 2008.
  32. Skipulagsstofnun (2009a). Suðvesturlínur og tengdar framkvaemdir. Ákvörðun Skipulagsstofnunar (um sameiginlegt mat). 25. mars 2009.
  33. Skipulagsstofnun (2009b). Suðvesturlínur og tengdar framkvaemdir, endurmat. Ákvörðun Skipulagsstofnunar (um sameiginlegt mat). 30. október 2009. STJÓRNMÁL & STJÓRNSÝSLA 520 Fraeðigreinar
  34. Skipulagsstofnun (2009c). Sameiginlegt mat álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavikjun, Kröfluvirkjun II og háspennulínur frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík. Ákvörðun um matsáaetlun. 6. nóvember 2009.
  35. Skipulagsstofnun (2010a). Álver Alcoa á Bakka við Húsavík. Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum. 24. nóvember 2010.
  36. Skipulagsstofnun (2010b). Sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar II og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík. Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum. 24. nóvember 2010.
  37. Skipulagsstofnun (2011). Sameiginlegt mat Hólmsárvirkjunar, Búlandsvirkjunar og flutningskerfis raforku frá þeim að byggðalínu Skaftárhreppi. Ákvörðun Skipulagsstofnunar. 7. apríl 2011.
  38. Umhverfisráðuneyti (2008a). Úrskurður í máli nr. 07100053, um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum álvers við Helguvík og tengdra framkvaemda, 3. apríl 2008
  39. Umhverfisráðuneyti (2008b). Úrskurður í máli nr. 08020112 um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum álvers á Bakka og tengdra framkvaemda, 31. júlí 2008. Umhverfisráðuneyti (2009). Úrskurður í máli nr. 09030176 um Suðvesturlínur og tengdar framkvaemdir, 28. september 2009
  40. Umhverfisráðuneyti (2010). Úrskurður í máli nr. 09110008 um Suðvesturlínur og tengdar framkvaemdir, 28. janúar 2010.
  41. Alþingistíðindi Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum, 125. lþ. 1999-2000, þskj. 644, 386. mál. Sótt 2.9.2008 á slóðina www.althingi.is/altext/125/s/0644.html.
  42. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum, 131. lþ. 2004-2005, þskj. 241, 235. mál. Sótt 4.9.2008 á slóðina www.althingi.is/altext/131/s/0241.html.
  43. Dómar C-50/2009 Framkvaemdastjórnin gegn Írlandi, 3. mars 2011, óbirtur. C-2/07 Abraham o.fl. [2008] ECR I-1197.
  44. C-392/96 Framkvaemdastjórnin gegn Írlandi [1999] ECR I-5901.